Í heitasta elskhugsleiki hon geispaði móti mær
Hópur Lionsfólks í Reykhólahreppi ásamt mökum er í helgarreisu í Færeyjum. Hér er um hreina skemmtiferð að ræða en erindið ekkert sérstaklega að hitta Lionsfólk þar um slóðir. Annað kvöld verður snædd sameiginleg kvöldmáltíð, sem jafnframt verður óformlegur Lionsfundur. Á sunnudag verður farið í skoðunarferð með rútu um eyjarnar og að sjálfsögðu farið hvarvetna um neðansjávargöng milli eyja.
Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi í Reykhólasveit mun leiða mannskapinn um dásemdir Færeyja enda er hann þar mjög vel kunnugur. Í ferðinni eru 23 eða níu pör og fimm einstaklingar.
Í tilefni af þessari ferð bað Gylfi Helgason á Reykhólum fyrir kveðju til hópsins. Þar er um að ræða nokkrar vísur á færeysku, eða fyrsta hlutann af gamankvæði eftir Poul F. Joensen sem nefnist Vónsvikin.
Eg elskaði unnustu mína,
ein fragð fyri eygað hon var:
Við høgum, bylgjandi barmi
og prúð, sum eitt fullriggað far.
Mín himmiríkspart gav eg glaður,
tá hana í favn eg tók,
men hvussu eg royndi, so fekk eg
ei hennara blóð í kók.
Í heitasta elskhugsleiki
hon geispaði móti mær,
tó ongantíð hon bar seg undan,
eg altíð í sjálvdrátti var.
Og tó um hvørt neyt hon visti
nær tað hjá tarvi var,
og nær, ið hvør gás var troðað,
dagsstevnt, av hvørjum og hvar.
Eg royndi við øllum listum,
men altíð tað fyribarst mær,
eg hevði ein mjølsekk í favni,
ei lívsbragd í henni var.