Íbúafundur um Vestfjarðaveg (60)
Íbúafundur verður haldinn 17. maí klukkan 17:00 í matsal Reykhólaskóla.
Tilefnið er koma norskra verkfræðinga á vegum Multiconsult í Noregi sem hafa tekið að sér það verkefni að rýna vegkosti Vegagerðarinnar vegna Vestfjarðarvegar 60. Á fundinum gefst íbúum kostur á því að eiga samtal við verkfræðingana. Áætlað er að fundurinn standi yfir í um klukkustund.
Einnig verða á fundinum ráðgjafar frá Alta sem aðstoða Reykhólahrepp í verkefninu.
Nú er lag að nota tækifærið og tjá sig um málefnið.
Fyrir hönd sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
Gústaf Jökull, mivikudagur 16 ma kl: 18:52
Alveg er það furðulegt að þurfa alltaf að hafa íbúafundi á vinnutíma af hverju má ekki hafa þá eftir kvöldmat.
Með vinsemd og virðingu.
Gústaf Jökull