Tenglar

15. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Íbúafundur um Vestfjarðaveg (60)

Íbúafundur verður haldinn 17. maí klukkan 17:00 í matsal Reykhólaskóla.

Tilefnið er koma norskra verkfræðinga á vegum Multiconsult í Noregi sem hafa tekið að sér það verkefni að rýna vegkosti Vegagerðarinnar vegna Vestfjarðarvegar 60. Á fundinum gefst íbúum kostur á því að eiga samtal við verkfræðingana. Áætlað er að fundurinn standi yfir í um klukkustund.

Einnig verða á fundinum ráðgjafar frá Alta sem aðstoða Reykhólahrepp í verkefninu.

Nú er lag að nota tækifærið og tjá sig um málefnið.

 

Fyrir hönd sveitarstjórnar Reykhólahrepps

 

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

 

 

Athugasemdir

Gústaf Jökull, mivikudagur 16 ma kl: 18:52

Alveg er það furðulegt að þurfa alltaf að hafa íbúafundi á vinnutíma af hverju má ekki hafa þá eftir kvöldmat.
Með vinsemd og virðingu.
Gústaf Jökull

vefstjóri, fimmtudagur 17 ma kl: 08:34

Til áréttingar er gott að eftirfarandi komi fram;

1. Það er verið að óska eftir spjalli íbúa og norsku fræðinganna. Meiningin er ekki að þeir sitji fyrir svörum eingöngu, heldur eru þeir að afla upplýsinga líka.

2. Þeir eru ekki bara að skoða D2 og Þ-H heldur hinar leiðirnar líka og jafnvel aðra kosti.

3. Fundurinn er kl. 17:00-18:00 í dag, svo verða verkfræðingarnir farnir kl. 19:00. Fundartíminn ræðst af því.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta, þrátt fyrir annasama tíma í bústörfum og stuttan fyrirvara.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31