Tenglar

4. október 2021 | Sveinn Ragnarsson

Íbúafundur um greiningu sameiningarvalkosta

1 af 4

 Íbúafundur um greiningu sameiningarvalkosta Reykhólahrepps var haldinn í kvöld.

Upptaka frá fundinum er aðgengileg hér á vefnum.

Glærur frá fundinum má lesa hér.

 

Róbert Ragnarsson og Gunnar Úlfarsson frá RR ráðgjöf fóru yfir ferli sameiningar sveitarfélaga og þá sameiningarmöguleika sem nefndir hafa verið, ef Reykhólahreppur kannaði vilja til sameiningar við önnur sveitarfélög.

 

Gestur fundarins var Gauti Jóhannesson forseti bæjarstjórnar Múlaþings, sem á í dag 1 árs afmæli, en það varð til við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hans skilaboð voru að engar patentlausnir væru til, en menn ættu leita möguleika og ræða lausnir frekar en að horfa á það sem mögulega væri að.

 

Íbúar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum samráðsforritið menti.com þar til kl. 22 á morgun. 

Farið er inn á vefsíðuna www.menti.com  Skráið inn kóðann: 2249 9011

 

Íbúar geta svarað eftirfarandi spurningum

•       Ætti Reykhólahreppur að hefja sameiningarviðræður?

•       Hvaða valkostir ættu að vera í forgangi?

•       Hver ættu að vera áhersluatriði Reykhólahrepps í viðræðum?

•       Ennfremur sent verkefnishópnum ábendingar og spurningar.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31