Tenglar

31. október 2015 |

Íbúafundur um jarðvarmann á Reykhólum

Reykhólar í sólarlagsglóð. Árni Geirsson.
Reykhólar í sólarlagsglóð. Árni Geirsson.

„Í vinnunni minni þarf ég að skoða nýjar hugmyndir um atvinnu. Þegar kemur að Reykhólum er mikið pælt í aðgengi að jarðvarma. Staðurinn nýtur óvenjulegra náttúrugæða þar sem vatnið er bæði heitt og ríkulegt. Nýjustu lög kveða á um að fara verði með auðlindina þannig að nýtni sé góð og mælingum skilað og miðað sé við að komandi kynslóðir njóti hennar líka. En formsatriði og nýtingarréttur eru fremur fjölbreytt flóra,“ segir María Maack á Reykhólum, starfsmaður Atvest á Ströndum og í Reykhólahreppi.

 

„Nýlega lauk Haukur Jóhannesson jarðfræðingur við skýrslu um allar jarðhitaholur á Vestfjörðum, þar á meðal Reykhólaholur. Mér finnst tilefni til að halda íbúafund um jarðvarmann og skoða hug fólks til framtíðar. Þar myndi ég hafa stuðning af Guðmundi á Grund. Ég vil upplýsa um stöðuna, ræða um notkunina hingað til, ástand, horfur og skoðanir heimamanna, ekki síst í samræmi við nýtt skipulag,“ segir hún.

 

Fundurinn verður miðvikudagskvöldið 11. nóvember kl. 20-22 í borðsal Reykhólaskóla.

 

„Vona að ég fái að sjá sem flesta,“ segir María Maack.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31