Tenglar

27. janúar 2022 | Sveinn Ragnarsson

Íbúakönnun landshlutanna 2020

Íbúakönnun landshlutanna fór fram á netinu í september og október 2020. Tilgangur hennar var að kanna hug íbúa til búsetuskilyrða, aðstæður á vinnumarkaði og afstöðu til nokkurra mikilvægra atriða, s.s hamingju og hvort íbúar séu á förum frá landshlutanum. Könnunin var send út á íslensku ensku og pólsku og alls fengust 10.253 svör. Skýrsla um könnunina kom út í ársbyrjun 2021.

 

Vífill Karlsson, Ph.D. í hagfræði hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, hafði yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd könnunarinnar, ásamt því að vinna úr niðurstöðum með Helgu Maríu Pétursdóttur hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri safnaði netföngum og mat stærð úrtaks.

 

Mælaborðinu er skipt í þrjá flipa:
1) Spurningar, þar sem hægt er að velja spurningar í könnuninni og skoða niðurstöður eftir bakgrunni svarenda;
2) Þættir, þar sem stöðu og mikilvægi 40 búsetuþátta er raðað upp og hægt er að velja tiltekið svæði;
3) Svæði, þar sem einn búsetuþáttur er valinn og svæðum raðað upp eftir stöðu og mikilvægi þáttarins.

Af vef Byggðastofnunar

 


 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30