Tenglar

14. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Íbúakönnun um allt land

Nú geta vorverkin hafist
Nú geta vorverkin hafist
1 af 2

Í fyrra var gerð íbúakönnun meðal Vestfirðinga. Það var Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, og einkum Vífill Karlsson sem hafði veg og vanda að þessari könnun. Rannsóknasetur Háskólans á Akureyri sá þó um framkvæmdina og hringdi í fjöldann allan. Markmið könnunarinnar var að kynnast skoðunum íbúa í öllum landshlutum (heildarskýrslan, hvort þeir teldu sig almennt hamingjusama og mat á horfum í eigin sveitarfélagi. Niðurstöðurnar má nota til að bera saman hvað telst gott og hvað sveitarstjórnir mættu taka fyrir á næsta kjörtímabili. Við kynningu á niðurstöðum nefndi Vífill að íbúar sveitarfélaga telja mismunandiiþætti  til sinna lífsgæða. Velja menn svæði til búsetu með tilliti til náttúru, skóla menningarstarfsemi eða eingöngu atvinnu? Þeir sem minnst leggja upp úr náttúrufegurð eru kannski sáttir að búa í stórborg og fara ekki út úr henni. Þeir sem sækja í útilíf eða rósemd og lítinn umferðays velja frekar sveit eða smábæi.

Þegar litið er yfir landið í heild eru það íbúðamál sem fólk er ósátt við. Íbúðarhúsnæði er farið að skorta víða, bæði til leigu og kaups.

Eins og Soffía frænka skaut nýlega að lesendum  þá var ekki næg þátttaka í könnuninni á vegum Reykhólahrepps og Stranda þannig að niðurstöður þar endurspegla ekki endilega skoðanir meirihluta íbúa. En skýrsla um niðurstöðurnar eru forvitnileg og gaman að bera saman álit í margvíslegum sveitarfélögum landsins. Þessi skýrsla er komin á vef Vestfjarðastofu. (http://www.vestfirdir.is/fjordungssambandid/ymsar_skyrslur/flokkur/162/)

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31