Íbúð að Hólatröð 5 laus til útleigu
Reykhólar hses. auglýsir íbúðina Hólatröð 5 lausa til útleigu.
Reykhólar hses. er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Íbúðin er þriggja herbergja og 77 fm2. Íbúðin var tekin í notkun haustið 2019. Leiguverð er 145 þús. kr. á mánuði.
Úthlutun íbúða fer eftir úthlutunarreglum Reykhóla hses:
http://www.reykholar.is/reykholar_hses/skra/2337/
Sækja þarf um á sérstöku umsóknareyðublaði:
http://www.reykholar.is/stjornsysla/umsoknir_og_reglur/skra/2335/
1. Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Uppfylla kröfur um tekjuviðmið skv. 10. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
- Búa við ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu eða öryggisleysi í húsnæðismálum.
- Hafa ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði og/eða leigja á almennum leigumarkaði án sérstakrar aðstoðar.
2. Forgangsröðun:
Reykhólar hses. forgangsraðar umsóknum sem hér segir og hafa aðilar með lögheimili í Reykhólahreppi forgang við úrvinnslu umsókna:
1. Einstaklingur með barn/börn á sínu framfæri.
2. Sambúðarfólk með barn/börn á framfæri.
3. Par í sambúð.
4. Einstaklingur.
Séu tveir eða fleiri aðilar sem uppfylla einhvern af ofangreindum forgangshópum er dregið um úthlutun.
Ef ekki næst að úthluta íbúð eftir þeim forgangi sem hér er talin upp er heimilt að leigja til umsækjanda sem er fellur ekki undir forgang. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en eins árs í senn.
Umsækjandi sem uppfyllir skilyrði en fær ekki úthlutað íbúð fer ekki á biðlista nema hann óski sérstaklega eftir því. Ef íbúð losnar er haft samband við umsækjanda á biðlista í þeirri röð sem þeir hafa raðast á hann.
Árstekjur leigjenda almennra íbúða við upphaf leigu skulu ekki nema hærri fjárhæð en [6.420.000 kr.] 2) fyrir hvern einstakling en [8.988.000 kr.] 2) fyrir hjón og sambúðarfólk. Við þá fjárhæð bætast [1.605.000 kr.] 2) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Með tekjum er í lögum þessum átt við allar tekjur skv. II. kafla laga um tekjuskatt samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. sömu laga.
Samanlögð heildareign leigjenda almennra íbúða að frádregnum heildarskuldum við upphaf leigu, með vísan til 72.–75. gr. laga um tekjuskatt samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, skal ekki nema hærri fjárhæð en [6.930.000 kr.] 2)
Fjárhæðir skv. 6. og 7. mgr. koma til endurskoðunar ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála og skulu vera í heilum þúsundum króna.
Íbúðin losnar í byrjun desember 2021. Umsóknir skulu sendar á netfangið sveitarstjori@reykholar.is fyrir 10. desember 2021.