25. júlí 2021 | Sveinn Ragnarsson
Íbúi ársins
Íbúi ársins var útnefndur á Reykhóladögum eins og undanfarin ár.
Að þessu sinni var það Sóley Vilhjálmsdóttir í Króksfjarðarnesi sem var valin. Sóley hefur alla tíð verið dugleg og drífandi í ýmis konar félagsstarfi.
Hún vann um árabil í útibúi Landsbankans í Króksfjarðarnesi, síðast sem útibússtjóri, allt þar til það var lagt niður. Þjónusta hennar við viðskiptavini útibúsins var einstaklega góð og ævinlega hugsað í lausnum þegar úrlausnarefni bar að höndum.
Málfríður Vilbergsdóttir, sunnudagur 25 jl kl: 23:23
Sóley er svo vel að þessu komin innilega til hamingju kæra Sóley.
Þökk þér allt sem þú hefur gert og lagt til hér í sveit.
Bestu kveðjur frá okkur á Hríshóli 💐💐💐