Tenglar

12. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Íbúum í Reykhólahreppi fjölgar á ný milli ára

1 af 4

Íbúum í Reykhólahreppi fjölgaði um 9 frá 1. janúar 2012 til 1. janúar 2013 eða úr 271 í 280 samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands sem birtar voru í morgun. Á Reykhólum fjölgaði um 12 en í sveitunum fækkaði um 3. Íbúafjöldinn í hreppnum er nánast sá sami og 1. janúar árið 2004 þó að svolitlar sveiflur hafi verið á tímabilinu. Á myndunum sem hér fylgja eru bæði súlurit og töflur sem sýna mannfjöldann í Reykhólahreppi og á Reykhólum síðasta áratuginn. Í töflunum kemur fjöldi karla og kvenna auk þess fram (rauðar tölur þar sem karlar eða konur eru fleiri hverju sinni).

 

Smellið á myndirnar til að gera þær læsilegri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31