Tenglar

9. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Iðju komið á fót - starfsmaður óskast

Í haust mun Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps opna IÐJU fyrir fólk sem hefur lítið fyrir stafni vegna atvinnuleysis, sjúkdóma eða fötlunar, fyrir þá sem eru félagslega einangraðir og þá sem eru í endurhæfingu og aðra sem áhuga hafa. Iðjan er staður þar sem opið er frá kl. 9 á morgnana til kl. 14 alla virka daga og er opið hús fyrir alla sem vilja.

 

Í Iðjunni fer fram ýmiskonar starfsemi eins og mósaíkgerð, prjónaskapur, tálgun, tafl o.s.frv. Heitt er á könnunni allan daginn og fólk velkomið að koma að spjalla og kíkja við. Hádegismatur verður í boði fyrir litla upphæð en þeir sem þar dvelja taka þátt í undirbúningi og framreiðslu matarins.

 

Hver og einn sem mætir í Iðjuna þarf að leggja sitt af mörkum. Hugmyndin er líka sú að vera með sjálfsstyrkingarnámskeið í framtíðinni og jafnvel standa fyrir ræðumennsku og eflingu fólks í að koma opinberlega fram og tala. Reynslan af úrræðinu og hugmyndir frá öðrum svipuðum úrræðum verður að kenna okkur að þróa úrræði betur. Um tilraunaverkefni er að ræða til eins árs.

 

Félagsþjónustan óskar eftir starfsmanni í 60% starf næsta vetur til að sinna þessari starfsemi. Viðkomandi verður að vera lipur í samskiptum, umburðarlyndur og laus við fordóma. Æskilegt er að viðkomandi sé laginn í höndunum og hafi gaman af því að þróa og finna nýjar hugmyndir.

 

Vinsamlega sendið umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi á felagsmalastjori@strandabyggd.is fyrir 24. maí. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri, Hildur Jakobína Gísladóttir, í síma 842-2511 eða 451-3510.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31