Tenglar

6. mars 2019 | Sveinn Ragnarsson

Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heimsækir Reykhóla

Sveitarstjórn Reykhólahrepps átti einkar ánægju- og gagnlegan fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem heimsótti Reykhóla í gær.

 

Á fundinum voru  einkum rædd málefni tengd jarðhitanum, fyrirkomulag og möguleikar sem hann kann að gefa varðandi atvinnuuppbyggingu og nýsköpun.

 

Hún heimsótti Norðursalt og Þörungaverksmiðjuna, sem eins og kunnugt er nota eingöngu orku úr jarðhitanum hér við sína framleiðslu, ásamt rafmagni að sjálfsögðu sem knýr vélar.

 

Eins og sjá má á myndinni, var fulltrúi ungu kynslóðarinnar á fundinum og benti hann á að ríkið og sveitarfélög verða að hafa unga fólkið og komandi kynslóðir í huga í sínum störfum. Þórdís Kolbrún var mjög ánægð að hitta þennan unga mann, sem er sonur Árnýjar og Baldvins á Bakka og var samferða móður sinni á fundinn.

 

Á myndinni eru f.v.; Embla Dögg Bachmann, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Tryggvi Harðarson sveitarstjóri, Ingimar Ingimarsson oddviti, drengur Baldvinsson og Árný Huld Haraldsdóttir 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31