19. ágúst 2009 |
Iðulega ekið á sauðfé á vegum
Ekið var á átta kindur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum um síðustu helgi. „Svo virðist sem hraði ökumanna sé eitthvað að aukast eða þá að ökumenn taki ekki lengur eftir kindunum í vegkantinum", segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, í samtali við svæðisfréttir Vestfjarða og Vesturlands. Hann segir það óvenjulegt að svo mörg búfjárslys verði í umdæminu á ekki lengri tíma.