23. september 2014 | vefstjori@reykholar.is
Inflúensubólusetning!
Bóluefni gegn árlegri inflúensu er komið og bólusetning hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Jafnframt er minnt á bólusetningu gegn lungnabólgubakteríu, sem ráðlögð er áhættuhópum á ákveðnu árabili.
- Starfsmenn HVE, Búðardal og Reykhólum.