Tenglar

21. september 2022 | Sveinn Ragnarsson

Inflúensubólusetning 2022

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum.

 

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir hópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Þungaðar konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

 

Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en hvort greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð fer eftir stöðu hvers og eins í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

 

Ekki þarf að bóka tíma á auglýstum tímasetningum en óski fólk eftir bólusetningu á öðrum tímum er betra að hafa samband við heilsugæsluna í síma 432 1450 með fyrirvara.

 

Boðið er upp á eftirfarandi daga vegna bólusetninga fyrir forgangshópa

 

Búðardalur frá kl. 9:00 til kl. 12:00 dagana 23. 27. og 28. september

Reykhólar frá kl. 13:30 til kl. 15:00 þriðjudaginn 27. september

 

Nánari upplýsingar er að finna á vef landlæknisembættisins www.landlaeknir.is/ og einnig á heilsuvera.is

 

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30