Tenglar

27. september 2019 | Sveinn Ragnarsson

Inflúensubólusetning

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum.

 

Bóluefnið inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B.

 

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

 

Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en hvort greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð fer eftir stöðu hvers og eins í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

 

Bólusetning gegn inflúensu veitir allt að 60–70% vörn gegn sjúkdómnum. Jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflúensu eru allar líkur á því að sjúkdómurinn verði vægari en ef hann væri óbólusettur. 

 

Nánari upplýsingar er að finna á vef landlæknisembættisins www.landlaeknir.is/

 

Hægt verður að mæta í bólusetningu án þess að bóka tíma eftirfarandi daga;

 

Í Búðardal, fimmtudaginn 3. og mánudaginn 7. október frá kl. 9-12 og 13-16

Á Reykhólum, föstudaginn 4. október frá kl. 11-14

 

 

Tímabókanir eru í síma 432 1450 (Búðardalur) eða 432 1460 (Reykhólar)

 

Starfsfólk HVE-Búðardal / Reykhólum

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30