10. ágúst 2018 | Sveinn Ragnarsson
Inga Birna lætur af starfi sveitarstjóra
Í dag, 10. ágúst var síðasti vinnudagur Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur í starfi sveitarstjóra Reykhólahrepps. Af því tilefni færði sveitarstjórn henni formlegar þakkir og blómvönd, fyrir hennar góðu störf undanfarin 8 ár.
Ingibjörg hefur sinnt starfi sínu af hógværð og vandvirkni en jafnframt festu, og skilar góðu búi til þess sem tekur við.
Inga Birna er samt ekkert á förum úr sveitinni, svo við eigum áfram góða sveitunga og granna, þar sem hennar fjölskylda er.
Á meðfylgjandi mynd eru Árný Huld Haraldsdóttir varaoddviti, Karl Kristjánsson sveitarstjórnarmaður, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir fráfarandi sveitarstjóri og Ingimar Ingimarsson oddviti.
Umsjónarmaður vefjarins þakkar Ingu Birnu frábært samstarf.