Tenglar

10. ágúst 2018 | Sveinn Ragnarsson

Inga Birna lætur af starfi sveitarstjóra

Árný Huld, Karl, Ingibjörg Birna og Ingimar - mynd Lovísa Ósk Jónsdóttir
Árný Huld, Karl, Ingibjörg Birna og Ingimar - mynd Lovísa Ósk Jónsdóttir

Í dag, 10. ágúst var síðasti vinnudagur Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur í starfi sveitarstjóra Reykhólahrepps. Af því tilefni færði sveitarstjórn henni formlegar þakkir og blómvönd, fyrir hennar góðu störf undanfarin 8 ár.

Ingibjörg hefur sinnt starfi sínu af hógværð og vandvirkni en jafnframt festu, og skilar góðu búi til þess sem tekur við.

Inga Birna er samt ekkert á förum úr sveitinni, svo við eigum áfram góða sveitunga og granna, þar sem hennar fjölskylda er.

Á meðfylgjandi mynd eru Árný Huld Haraldsdóttir varaoddviti, Karl Kristjánsson sveitarstjórnarmaður, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir fráfarandi sveitarstjóri og Ingimar Ingimarsson oddviti.

Umsjónarmaður vefjarins þakkar Ingu Birnu frábært samstarf.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30