Tenglar

16. október 2010 |

Ingibjörg Birna kemur hingað úr Hvalfjarðarsveitinni

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, viðtakandi sveitarstjóri Reykhólahrepps, er 39 ára og hefur undanfarin ár starfað hjá sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit, fyrst sem ritari og síðan sem skrifstofustjóri. Hún lauk á sínum tíma stúdentsprófi af hagfræðibraut frá Flensborg í Hafnarfirði og hefur síðan lokið margvíslegum námskeiðum sem gagnast í starfinu. Enda þótt Ingibjörg Birna hafi enn ekki tekið formlega við starfi sveitarstjóra gerði hún það samt í raun í gær þegar hún sat fjármálaráðstefnu sveitarfélaga syðra fyrir hönd Reykhólahrepps.

 

Eiginmaður Ingibjargar Birnu er Hjalti Hafþórsson verktaki og bátasmiður, sem hefur alla tíð verið einn af forsprökkum Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum og er umsjónarmaður vefsíðu safnsins. Þau eiga orðið vænan hóp barna og barnabarna.

 

Ingibjörg Birna er fædd á Patreksfirði og uppalin þar til fjögurra ára aldurs, þegar hún fluttist til Hafnarfjarðar, og hefur ávallt borið sterkar taugar vestur á bóginn. Hún kveðst hlakka mikið til að flytjast til Reykhóla og að fá að kynnast íbúum sveitarfélagsins og lifa og starfa með þeim.

 

Athugasemdir

Bylgja Hafþórsdóttir, sunnudagur 17 oktber kl: 18:21

Óska Reykhólabúum og nærsveitarmönnum til hamingju með nýja sveitarstjórann. Hefðuð ekki getað fengið betri manneskju í starfið.

Svavar Garðarsson frá Hríshóli, mnudagur 18 oktber kl: 01:02

það er gott til þess að vita að tví-kjörin og naglföst sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur litið vandlega til allra þátta og þarfa sveitarfélagsins við ráðningu nýs sveitarstjóra og meira að segja haft slagorð hreppsins til hliðsjónar.

Svona á að gera þetta!
Kveðja til allra. Svavar

Einar Örn Thorlacius, mnudagur 18 oktber kl: 09:10

Já, til hamingju íbúar Reykhólahrepps! Eftir að hafa verið sveitarstjóri Reykhólahrepps 2002-2006 tók ég við starfi sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar árið 2006. Ef ég man rétt var eitt af fyrstu verkum mínum að ráða Ingu Birnu sem ritara Hvalfjarðarsveitar og við unnum saman 2006-2008 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar en þá hvarf ég til annarra starfa. Inga Birna er yndisleg manneskja sem á eftir að standa sig vel í þessu starfi.

Kærar kveðjur til allra

Einar Örn Thorlacius

Brottflutt, mnudagur 18 oktber kl: 17:56

Já til hamingju Reykhólahreppur að hafa náð að forðað okkur frá umsækjendum að sunnan, það hefði ekki boðað gott að fá aðkomufólk til starfa.

Já og það skiptir engu þó að nýr Sveitarstjóri sé bara með stúdentpróf og hafi bara verið ritari í miklu "stærra" sveitarfélagi. Eins gott að "hæfasti" umsækjandin var að lokum ráðinn svona þegar tekið er tillit til háskóla- og framhaldsmenntunnar, maður lærir nú ekki allt í háskólum.

Arnheiður Hjörleifsdóttir, rijudagur 19 oktber kl: 13:29

Til hamingju kæru íbúar í Reykhólahreppi og til hamingju Inga Birna :)
Bestu kveðjur
Arnheiður (íbúi í Hvalfjarðarsveit)

Ingi B Jónasson, rijudagur 19 oktber kl: 13:37

það er ekki nema fáeinir ættliðir frá því að ætt þeyrra flutti úr Múlahrepp vestur á firði nú eru afkomendurnir komnir til baka ,til hamingju hreppsbúar og Ingibjörg Birna og Hjalti !

Þorgeir Samúelsson, rijudagur 19 oktber kl: 20:41

Býð nýráðin sveitastjóra Ingibjörgu Birnu, velkomna til veru og starfa hér í sveitafélaginu Reykhólahrepp. Ánæjulegt að sjá að íbúarnir hafi valið fleiri konur í sveitastjórn, ásamt því að velja konu sem sveitastjóra. Góð og þörf tilbreyting.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31