27. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is
Ingunnarstaðir: Bankinn tapaði líka í Hæstarétti
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu dótturfélags Landsbankans um að Daníel H. Jónsson á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reykhólahreppi skuli borinn út af jörðinni. Þar með staðfesti dómurinn úrskurð Héraðsdóms Vestfjarða frá 21. júní, en bankinn áfrýjaði honum til Hæstaréttar, sem taldi eins og héraðsdómur að bankinn hefði ekki fært sönnur á að réttur hans til að Daníel viki af jörðinni væri skýr.