Tenglar

21. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ingunnarstaðir: Kröfu um útburð hafnað

Daníel Jónsson bóndi á Ingunnarstöðum.
Daníel Jónsson bóndi á Ingunnarstöðum.

Héraðsdómur Vestfjarða hafnaði í dag kröfu dótturfélags Landsbankans um að Daníel Jónsson á Ingunnarstöðum verði borinn út af jörðinni. Ekki þótti upplýst hvernig gengið hefði verið frá málum gagnvart Daníel og búrekstri hans. Í úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða segir að ekki verði annað ráðið af gögnum málsins en að Daníel hafi haldið áfram búrekstri á Ingunnarstöðum á þriðja ár eftir að bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta.

 

Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

 

„Ekki hefur verið upplýst í málinu hvort, og þá eftir atvikum með hvaða hætti, þrotabúið hefur gengið frá málum gagnvart gerðarþola og búrekstri hans á jörðinni, eftir atvikum að teknu tilliti til ákvæða ábúðarlaga nr. 80/2004, en í samningi þrotabúsins og gerðarbeiðanda var búinu áskilinn hæfilegur frestur til að ráðstafa þeim eignum sem þeim rekstri tilheyrði og samningurinn tók ekki til,“ segir í úrskurðinum.

 

Dómurinn taldi dótturfélag bankans ekki hafa fært sönnur fyrir umráðum sínum yfir jörðinni þannig að skilyrðum beinnar aðfarargerðar hafi verið fullnægt. Því þótti varhugavert að láta gerðina ná fram að ganga og var henni hrundið.

 

Sjá einnig:

Daníel á Ingunnarstöðum og baráttan við kerfið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31