Tenglar

20. desember 2018 | Sveinn Ragnarsson

Inngangur sveitarstjóra á íbúafundi 18. des.

Tryggvi Harðarson
Tryggvi Harðarson
1 af 2

Kæru íbúar Reykhólahrepps og aðrir góðir gestir.


Ég býð ykkur velkomin á þenna íbúafund um málefni Vestfjarðavegar og kynningu á valkostaskýrslu.

(Hér má nálgast kynningu valkostaskýrslunnar)


Áður en lengra er haldið vil ég segja nokkur orð.

Ég efa ekki eitt augnblik að allir þeir sem hafa komið að undirbúningi lagningu Vestfjarðavegar hafi gert það af fullum heilindum með það eitt að markmiði að hægt verið að leggja góða og greiða leið um Vestfirði sunnanverða sem fyrst. Það á jafnt við um Vegagerðina, Multiconsult, Viaplan, Skipulagsstofnun, Alta, VSÓ og sveitarstjórn og aðra sem að málinu hafa komið.


Því þykir mér afar miður þegar einstaka aðilar eru með róg og dylgjur um að hinir ýmsu ráðgjarfar okkar hafi verið keyptir til að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir eru jafnvel sakaðar um að láta stjórnast af illgirni og/eða annarlegum hvötum í vinnu sinni. Ég vísa slíkum dylgjum algjörlega á bug og megi þeir sem hafa slíkan málflutningi í frammi hafa skömm og smán fyrir. Slíkur málflutningur er einungis til þess fallinn að skapa úlfúð og illindi manna á millum.


Málefnaleg umræða er hins vegar af hinu góða. Það á t.d. við um athugasemdir og ábendingar frænda minna þeirra Eríks og Helga Jenssona sem eru um margt málefnalegar en þeir gátu ekki verið viðstaddir hér í dag. Og vei þeim er veitast að málflutningi þeirra með ofstæki og illmælgi því samkvæmt fornum lögum nær hefndarskyldan til 5. liðar. Við erum nefnilega skyldir í 5. lið vestan úr Önundarfirði.


Það er ekkert óeðlilegt við það að í máli sem þessu séu skiptar skoðanir. Aðilar og einstaklingar geta lagt mismunandi sjónarmið og forsendur til grundavallar leiðarvali fyrir Vestfjarðaveg. Eins geta mismunandi efnisþættir vegið misþungt í hugum hvers og eins. Sumir leggja ofurkapp á að leiðin verði sem allra styst jafnvel þó að ferðatími þeirra Vestfirðinga sem þurfa að heimsækja höfuðborgina breytist til eða frá um 3-4 mínútur. Aðrir leggja áherslu á að veglengdir styttist innan sveitarfélagsins og samgöngur batni. Fyrir suma vega umhverfismálin þyngst meðan aðrir horfa til samfélagsáhrifa.


Sumir vilja hafa þjóðveginn í hóflegri fjarlægð meðan aðrir vilja hafa hann hæfilega nálægt. Sumir vilja tengja þéttbýlið á Reykhólum betur þjóðvegkerfinu meðan aðrir kunna að vilja hafa það í meiri fjarlægð. Mismunandi skoðanir á þessu eiga fullan rétt á sér og hafa ekkert með annarlegar hvatir eða illan ásetning að gera.


Tvennt held ég að flestir ef ekki allir geti verið sammála um. Það er að sama hvaða leið sem verður farin, verði öryggi vegfarenda tryggt í hvívetna og undirbúningi og framkvæmdum ljúki sem fyrst. Hvaða leið sem valin verður, veit ég að við hér í Reykhólahreppi munum eiga góða samvinnu við Vegargerðina um framgang málsins hér eftir sem hingað til.


Það er hlutverk sveitarstjórnar að vega og meta öll rök og sjónarmið í þessu máli. Til þess að auðvelda þeim verkefnið var fenginn samgönguverkfræðingur til að gera valkostagreiningu á mismunandi leiðum samkvæmt leiðbeiningum frá Skipulagsstofnun.

 

Hér er komin Lilja Guðríður Karlsdóttir frá Viaplan, höfundur skýrslunnar, til að kynna hana og gerðu svo vel.

 


  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31