Tenglar

23. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

„Innilega“ fermingarbarnanna hjá sr. Elínu Hrund

Sr. Elína Hrund, Laufey Fríða, Soffía Sóley, Elín Lóa og Steinþór Logi.
Sr. Elína Hrund, Laufey Fríða, Soffía Sóley, Elín Lóa og Steinþór Logi.

Fermingarbörn í Reykhólaprestakalli eru fjögur þetta árið. Þessa dagana eru þrjú þeirra í „innilegu“ (sbr. útilega) á prestssetrinu á Reykhólum hjá sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur. Slíkar innilegur voru tvisvar fyrir áramót. Að þessu sinni hafði eitt þeirra sem fermast munu ekki tök á því að koma. „Þau eru dreifð um prestakallið og því hefur mér fundist gott að fá þau hingað á prestssetrið til helgardvalar nokkrum sinnum í staðinn fyrir að vera að hitta þau stund og stund,“ segir sr. Elína Hrund.

 

„Hin fjögur fræknu“ eru öll búsett víðsfjarri Reykhólum. Tvö þeirra eiga heima í Staðarhólssókn í Saurbæ, þau Laufey Fríða Þórarinsdóttir sem á heima í Hvítadal og Steinþór Logi Arnarsson í Stórholti. Soffía Sóley Árnadóttir á heima á Bakka í Geiradal og Ingimundur Mikael Ingimundarson í Gufudal.

 

„Mér til aðstoðar í lengri inniverunum eins og núna um helgina“, segir sr. Elína Hrund, „er Elín Lóa Kristjánsdóttir, trúarbragðafræðingur með meiru. Hún kallast „sérfræðingur að sunnan“. Elín Lóa er þekkt hér í sveitinni okkar því hún kann bæði að meta umhverfið og fólkið sem hér býr og hefur verið dugleg að koma hingað þrátt fyrir búsetu erlendis. Núna er hún flutt heim á ný og því fáum við að njóta krafta hennar og það algjörlega ókeypis.“

 

Myndin sem hér fylgir var tekin við Reykhólakirkju í dag og var létt yfir mannskapnum. Eins og fram kemur að ofan vantar Ingimund Mikael í hópinn. Hann fluttist í Gufudal á liðnu sumri ásamt fjölskyldu sinni og má sjá myndir af þeim hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31