Innsetning í embætti í Reykhólakirkju
Séra Hildur Björk Hörpudóttir var í dag sett inn í embætti í Reykhólaprestakalli af séra Magnúsi Erlingssyni, prófasti á Vestfjörðum. Séra Hildur Björk predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt séra Magnúsi. Kór prestakallsins söng og Halldór Þorgils Þórðarson organisti í Búðardal lék á orgel. Kvenfélagið Katla bauð gestum síðan í glæsilegt messukaffi í matsal Reykhólaskóla.
Í predikun sinni nefndi séra Hildur Björk hversu þakklát fjölskyldan er fyrir góðar móttökur í þessu frábæra samfélagi.
Séra Hildur Björk var vígð í Dómkirkjunni þann 7. febrúar af biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur (sjá mynd nr. 2). Björn Samúelsson, fulltrúi úr Reykhólaprestakalli, las ritningarlestur í vígsluathöfninni.
Í mörg horn að líta hjá Hildi Björk á liðnum árum