Ísland allt árið - þróunarsjóður stofnaður
„Ísland allt árið“ er þriggja ára verkefni sem ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi. Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið hafa komið á fót þróunarsjóði til þess að styðja við átakið, meðal annars með því að auka hæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu til að skapa upplifanir utan hefðbundins ferðamannatíma. Heildarframlag stofnenda sjóðsins á þessu ári og því næsta verður 70 milljónir króna.
Landsbankinn annars vegar og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofa f.h. iðnaðarráðuneytis hins vegar í samstarfi við aðra hagsmunaaðila kynna þetta verkefni á nokkrum stöðum á landinu þessa dagana, meðal annars í Þróunarsetrinu á Ísafirði á morgun kl. 10.30-11.30.
Þeir sem áhuga hafa á þessu eru hvattir til að leita nánari upplýsinga hjá Ferðamálastofu eða Nýsköpunarmiðstöð Íslands.