Tenglar

23. nóvember 2011 |

Ísland allt árið - þróunarsjóður stofnaður

„Ísland allt árið“ er þriggja ára verkefni sem ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi. Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið hafa komið á fót þróunarsjóði til þess að styðja við átakið, meðal annars með því að auka hæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu til að skapa upplifanir utan hefðbundins ferðamannatíma. Heildarframlag stofnenda sjóðsins á þessu ári og því næsta verður 70 milljónir króna.

 

Landsbankinn annars vegar og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofa f.h. iðnaðarráðuneytis hins vegar í samstarfi við aðra hagsmunaaðila kynna þetta verkefni á nokkrum stöðum á landinu þessa dagana, meðal annars í Þróunarsetrinu á Ísafirði á morgun kl. 10.30-11.30.

 

Þeir sem áhuga hafa á þessu eru hvattir til að leita nánari upplýsinga hjá Ferðamálastofu eða Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31