Tenglar

19. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson

Íslandsmót í hrútadómum 21. ágúst

Bjarni Hermannsson, Jón Þór Guðmundsson og Sigmundur Sigurðsson
Bjarni Hermannsson, Jón Þór Guðmundsson og Sigmundur Sigurðsson
1 af 3

Átjánda Íslandsmótið í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14:00.

Þessari skemmtilegu keppni hefur verið aflýst tvö ár í röð vegna sóttvarnatakmarkana, en verður nú endurvakin. „Hrútaþuklið er stærsti viðburðurinn í starfi Sauðfjársetursins. Hingað hefur streymt fólk alls staðar að af landinu, bændur og búalið, til að taka þátt eða fylgjast með. Við fengum oft á bilinu 300-500 gesti á hrútaþuklið og vonumst til að fólk fjölmenni líka á mótið í ágúst, eftir þetta leiðinda hlé,“ segir Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins.

 

Síðast þegar keppt var, árið 2019, sigraði Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og hefur því haldið titlinum Íslandsmeistari í hrútadómum í þrjú ár. Í öðru sæti þá var Strandamaðurinn Sigmundur Sigurðsson og Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum í þriðja sæti. Strandamenn eru orðnir verulega óþreyjufullir að vinna titilinn eftir þennan tíma, þeim finnst verra þegar þeir ná ekki að halda honum í heimabyggð.

 

Sauðfjársetrið í Sævangi

„Starfsemin hefur gengið ágætlega í sumar og aðsókn að Sauðfjársetrinu og veitingasalnum Kaffi Kind aldrei verið meiri en þetta árið. Hlutfall erlendra gesta er að aukast mikið,“ segir Ester. Safnið á 20 ára afmæli á þessu ári og haldið er upp á það með margvíslegum hætti.

Í vor var opnuð ný sögusýning um hvítabjarnakomur til Vestfjarða á listasviðinu í Sævangi. Þar er um að ræða samstarfsverkefni viðurkenndra safna á Vestfjörðum og Þjóðfræðistofu. 

 

Meðfylgjandi myndir eru frá Sauðfjársetri.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31