Tenglar

18. desember 2012 |

Íslenska saltfélagið á Reykhólum í fréttum Stöðvar 2

Søren og Garðar í járnabindingum. Þörungaverksmiðjan í baksýn.
Søren og Garðar í járnabindingum. Þörungaverksmiðjan í baksýn.

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við félagana tvo sem standa að byggingu saltverksmiðjunnar við Reykhólahöfn, þá Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde. Jafnframt voru þar birt myndskeið frá vettvangi ásamt ljósmyndum sem teknar voru morguninn þegar verkið hófst og birtust hér á vefnum.

 

Eins og fram kom í fréttinni hér á vefnum var vinnuheiti félagsins sem að þessu stendur til bráðabirgða SG 2012 ehf. Núna hefur félagið hlotið öllu skýrara heiti: Íslenska saltfélagið ehf. Kennitalan er hin sama og engu var breytt nema nafni félagsins.

 

Þegar haft var samband við Garðar núna í morgun sagði hann í samtali við vef Reykhólahrepps að vinnan við húsbygginguna gengi mjög vel.

 

►► Með því að smella hér má sjá og heyra fréttina á Stöð 2 í gærkvöldi.

 

►► 04.12.2012 Bygging saltvinnslu á Reykhólum hafin

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31