Tenglar

3. desember 2015 |

Íslenskar sauðfjárafurðir í öndvegi

Íslenska lambið hefur gengið frjálst síðan 874. Mynd: mbl.is.
Íslenska lambið hefur gengið frjálst síðan 874. Mynd: mbl.is.

Veitingastaðir sem setja íslenskt lambakjöt í öndvegi geta framvegis gert samning við Markaðsráð kindakjöts um að fá að nota nýtt upprunamerki fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Staðirnir fá sérstakan skjöld sem komið er fyrir við inngang, lambakjöt verður sérstaklega dregið fram á matseðli og þeir verða hluti af markaðsstarfi sem miðar að því að kynna erlendum ferðamönnum lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir. Ráðherra ferðamála setti merkið upp í fyrsta skipti í dag á veitingastað syðra.

 

Þá verða íslenskar ullarafurðir eins og lopapeysur, húfur, vettlingar og teppi merkt sérstaklega með upprunamerkinu. Þær verslanir sem bjóða eingöngu íslenskar ullarvörur fá að auki sérstakan skjöld við inngang samkvæmt samningi við Markaðsráð kindakjöts. Takmarkið er að merkja allar vörur úr íslenskri ull sem eru á boðstólum fyrir ferðamenn.

 

Tilgangur merkisins er að draga fram og benda á sérstöðu, hreinleika og gæði íslenskra sauðfjárafurða.

 

Nánar hér á mbl.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31