7. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is
Íþrótta- og ungmennastarfið í fullan gang
Dagskráin hjá Umf. Aftureldingu í Reykhólahreppi í sumar er fjölbreytt að venju. Nefna má á vegum félagsins sjálfs ævintýranámskeið sem verður 12.-15. júní, sundnámskeið sem haldið verður á sama tíma, íþróttaæfingar og fótboltaæfingar. Auk þess eru ýmsir aðrir viðburðir sem félagið á aðild að hér og þar, svo sem í Búðardal, Borgarnesi, Skagafirði og Mosfellsbæ.
Dagskrá félagsins í sumar má finna hér, svo og með því að smella á græna reitinn Sumarstarfið 2014 í dálkinum hægra megin á síðunni.
Stjórn Umf. Aftureldingar skipa Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, formaður, Rebekka Eiríksdóttir og Vilberg Þráinsson.