15. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Ítrekuð auglýsing um hlutastarf á Reykhólum
Reykhólahreppur auglýsir eftir umsjónarmanni félagsstarfs barna og unglinga á Reykhólum. Um er að ræða tólf klukkutíma á mánuði eða þar um bil. Starfið felst í umsjón með opnu húsi barna og unglinga tvo fimmtudaga í mánuði og utanumhaldi með félagsstarfi unglinga utan skólans. Nýr umsjónarmaður þarf að geta tekið við starfinu í næsta mánuði.
Nánari upplýsingar gefur fráfarandi umsjónarmaður, Rebekka Eiríksdóttir kennari á Stað.