29. nóvember 2012 |
Ítrekuð auglýsing um laust starf á Reykhólum
Reykhólahreppur auglýsir laust starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera samviskusamur og traustur. Starfið felst í umsjón með sundlauginni, rekstri hennar og öryggi sundlaugargesta. Viðkomandi hefur mannaforráð og sér um skipulag vakta og ráðningu starfsfólks í sumarafleysingar. Um er að ræða ca. 50% starfshlutfall. Starfi þessu fylgir mikil ábyrgð.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Reykhólahrepps eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is. Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vef sveitarfélagsins eða á skrifstofunni. Umsóknarfrestur er til 7. desember.
Upplýsingar um starfið gefur Dísa Sverrisdóttir í síma 434 7738.