Tenglar

22. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ítrekuð auglýsing um skrifstofustarf

Starf ritara á skrifstofu Reykhólahrepps er laust til umsóknar. Ritari hefur umsjón með almennri þjónustu við íbúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða hlutastarf frá kl. 10 til 14. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 2. maí. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur eins og fram kemur hér fyrir neðan.

 

Helstu verkefni:

  • Afgreiðsla.
  • Móttaka á skrifstofu.
  • Símavarsla.
  • Skjalavarsla.
  • Ýmsar umsóknir.
  • Aðstoð við stjórnir og nefndir.
  • Aðstoð við ýmis bókhaldsleg störf í samráði við skifstofustjóra.

 

Kröfur um menntun og hæfni:

  • Þekking á skjalavörslu og OneSystems skjalastjórnunarkerfi er góður kostur.
  • Reynsla við bókhaldsstörf.
  • Nákvæmni í starfi og mjög góð tölvukunnátta eru skilyrði.
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Nánari upplýsingar um starfið gefur sveitarstjóri í síma 434 7880 og netfanginu sveitarstjori@reykholar.is.

 

Launakjör fara eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og FosVest eða VerkVest.

 

Nánari upplýsingar um launakjör gefur launafulltrúi í síma 434 7880 og netfanginu erla@reykholar.is.

 

Umsóknum skal skila skriflega til Reykhólahrepps fyrir 30. apríl 2013.

 

- Sveitarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30