Tenglar

4. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ítrekun á óskum um upplýsingar - og íbúafundur

Hér skulu ítrekaðar eindregnar óskir um liðsinni kunnugs fólks varðandi frásagnarverða staði og annan fróðleik um svæðið í grennd við Reykhóla, sem hér voru settar fram fyrir skömmu. Ástæða þessarar beiðni einmitt á þessum tíma er sú, að um þessar mundir er Reykhólahreppur að vinna að skipulagi á svæðinu kringum Langavatn og niður að sjó, þ.e. því svæði sem er innan þéttbýlismarka á aðalskipulagi.

 

Allar nánari upplýsingar um þetta er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan. Þar er jafnframt að finna til útprentunar kort til að merkja inn staði og örnefni, svo og eyðublað til að skrá upplýsingarnar. Vissulega má skila upplýsingum á öðrum blöðum ef svo ber undir - eyðublaðið er fyrst og fremst til leiðbeiningar. Hvetjið staðkunnugt fólk til að leggja þessu lið og veitið því aðstoð ef þörf krefur.

 

Síðasti skiladagur er fimmtudagurinn 7. mars.

 

Auk þess sem kortið ásamt eyðublaðinu er að finna hér á vefnum, eins og að ofan segir, liggur það frammi bæði í Hólakaupum og á Dvalarheimilinu Barmahlíð.

 

Almennur íbúafundur varðandi skipulag og atvinnustefnu verður haldinn á Reykhólum á sunnudag. Nánar verður greint frá honum þegar nær dregur.

 

Sjá nánar hér:

Staðkunnugt fólk láti fróðleik sinn í té

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31