Tenglar

22. maí 2012 |

Jafnréttisáætlun Stranda og Reykhólahrepps samþykkt

Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð taka skýra afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og beinni og óbeinni mismunun kynjanna. Þetta kemur fram í jafnréttisáætlun 2012-2016, sem Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps hefur gert. Þar er mjög skýrt tekið á þáttum er varða launajafnrétti, endurmenntun, fræðslu og stjórnsýslu, þar með setu í nefndum og ráðum á vegum stjórnsýslunnar, samræmingu fjölskyldulífs og atvinnulífs og jöfn tækifæri kynjanna á sviði tómstunda-, íþrótta- og menningarmála.

 

Aðgerðaáætlun fylgir og kemur þar skýrt fram hvaða þættir verða skoðaðir árlega og hverjir bera ábyrgð á að svo sé gert. Búið er að samþykkja áætlunina í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

 

Sveitarfélögin fjögur hvetja líka fyrirtæki og stofnanir til að veita þeim sem stuðla með markvissum hætti að jafnrétti á vinnustöðum eða í samfélaginu viðurkenningar vegna þeirrar vinnu.

 

Jafnréttisstefna sveitarfélaganna fjögurra kemur fram í inngangi að áætluninni. Hún er á þessa leið:

 

Allir sem búa og starfa í sveitarfélögunum fjórum, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi og Strandabyggð, skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Hugað skal sérstaklega að því að stuðla að jöfnum rétti karla og kvenna og vinna gegn stöðnuðum hugmyndum um hlutverk kynjanna sem hefta frelsi einstaklingsins til að geta notið sín á þeim sviðum sem slíkar staðalímyndir ná til.

 

Jafnréttisáætlun sveitarfélaganna fjögurra er að finna hér í heild.

 

Athugasemdir

Guðjón D. Gunnarsson, rijudagur 22 ma kl: 16:53

Til hvers jafnrétti? Konuríkið hér í hrepp er ágætt.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31