Tenglar

19. ágúst 2009 |

Jafnt og þétt fjölgar í Reykhólahreppi og á Reykhólum

Séð til Reykhóla úr Karlsey.
Séð til Reykhóla úr Karlsey.
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um miðársmannfjölda hefur fjölgað í Reykhólahreppi um 14 manns eða um liðlega 5% frá 1. júlí í fyrra til jafnlengdar í sumar. Um mitt sumar í fyrra voru íbúarnir skráðir 271 en núna í sumar 285. Körlum hefur fjölgað um fjóra eða úr 143 í 147 en konum hefur fjölgað um tíu eða úr 128 í 138. Ef aðeins er litið á þéttbýlið á Reykhólum hefur fjölgað þar um tvo eða úr 132 í 134, körlum úr 69 í 70 og konum úr 63 í 64.

 

Þetta er beint framhald á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í sveitarfélaginu síðustu ár. Um mitt ár 2006 voru 245 manns skráðir í Reykhólahreppi, þar af 111 á Reykhólum. Á þremur árum hefur þannig fjölgað um 40 manns eða 16,3% í Reykhólahreppi, þar af um 23 eða 20,7% á Reykhólum.

 

Sjá einnig:

09.06.2009  Einstök frjósemi í Reykhólahreppi um þessar mundir

22.12.2008  Fólki fjölgar í Reykhólahreppi og á Reykhólum

31.08.2008  Nokkur fólksfjölgun á Reykhólum og í hreppnum í heild

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, fimmtudagur 20 gst kl: 08:25

Ég óska íbúum Reykhólahrepps til hamingju með þessa fjölgun! Ég var sveitarstjóri Reykhólahrepps 2002-2006. Ef ég man rétt voru íbúar Reykhólahrepps 304 þegar ég kom, en fækkaði stanslaust öll mín ár. Botninn náðist þegar ég fór 2006 og síðan hefur fjölgað.

En ég leyfi mér auðvitað að líta svo á að það góða starf sem sveitarstjórn Reykhólahrepps vann kjörtímabilið 2002-2006 (ásamt mér auðvitað) hafi skilað sér á yfirstandandi kjörtímabili. Ég minni t.d. á að íþróttahúsið góða var byggt í minni tíð.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30