Tenglar

8. janúar 2021 | Sveinn Ragnarsson

Jamie Lee á N4 næsta mánudag

Jamie Lee, mynd N4
Jamie Lee, mynd N4

Dagskrárkynning frá sjónvarpsstöðinni N4:

Í næsta þætti af Að Vestan heimsækjum við grafíska hönnuðinn Jamie Lee í Króksfjarðarnesi. Hún er fædd í San Fransisco, alin upp í Hong Kong og núna býr hún í litlu þorpi á nesinu á milli Króksfjarðar og Gilsfjarðar, syðst á Vestfjörðum.

Íslensk náttúra er það sem rígheldur í Jamie, hún hefur mikinn áhuga á sölvum og fer margar ferðir út á fjörurnar til þess að rannsaka söl. Útsýnið og dýralífið á staðnum er líka magnað. Einu sinni sá hún haförn, fálka og ref, allt sama daginn.

Kynnumst Jamie og fleiri Vestfirðingum í næsta þætti, á mánudaginn kl. 20 á N4.

 

Til gamans má geta þess, að við undirbúning þáttarins birti Rakel Hinriksdóttir mynd af fjalli á fb. og spurði um heiti þess. Hún fékk svör úr ýmsum áttum en ekki öll samhljóða.

 

Umrætt fjall, sem er í bakgrunni á myndinni af Jamie, er Neshyrnan sem á flestum kortum er einnig merkt sem Króksfjarðarmúli. Á örnefnasjá Landmælinga Íslands eru bæði heitin, af því er hægt að draga þá ályktun að Neshyrnan sé fremst á Króksfjarðarmúlanum. Við höldum auðvitað bara áfram að tala um Neshyrnuna eða Hyrnuna.  



Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30