7. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is
Játvarður Jökull í aðgerð í dag
Maðurinn sem slasaðist í gær í vélsleðaslysi efst í Töglunum þar sem farið er upp á Þorskafjarðarheiði er Játvarður Jökull Atlason á Reykhólum, þaulvanur útivistarmaður og björgunarsveitarmaður. Hann fótbrotnaði illa og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Til stóð að gera aðgerð á fætinum í gærkvöldi en það frestaðist þangað til í dag vegna annars slyss.
► Vélsleðaslys á Þorskafjarðarheiði