Jaxlar í Vasagöngunni
Eins og margir muna fóru dugnaðarbændurnir Hjalti Helgason í Garpsdal og Vilberg Þráinsson á Hríshóli, ásamt félögum af Ströndum í Vasagönguna í Svíþjóð í fyrra. Þá gekk nú ekki allt upp, veikindi hrjáðu Hjalta svo hann náði ekki að ljúka keppni.
Nú mættu þeir aftur og luku göngunni með glæsibrag, nr. eitthvað liðlega 8000 en það er ekki slæmt þegar 15.800 keppendur eru skráðir til leiks. Fyrstur Íslendinganna var Ragnar K. Bragason á Heydalsá.
Þessi skemmtilega en jafnframt krefjandi ganga, Vasagangan, er lengsta og fjölmennasta almenningsganga í heimi og kemur skíðafólk hvaðanæva að úr heiminum til að spreyta sig á þessari 90 km göngu. Gangan var haldin í fyrsta sinn árið 1922 og mun þetta vera í 96. skiptið sem hún er haldin.
E.t.v. verður hægt að fá ágrip af ferðasögu þeirra félaga til birtingar hér þegar þeir koma heim.
Málfríður Vilbergsdótttir, mnudagur 02 mars kl: 09:05
Já þau í Skíðafélagi Strandamanna eru viljasterk og dugleg til hamingju með frábæran árangur. ;)