31. október 2013 | vefstjori@reykholar.is
Jeppi eyðilagðist í bílskúrsbruna á Reykhólum
Tveir slökkviliðsmenn á Reykhólum voru seint í gærkvöldi fluttir með sjúkrabíl suður á Akranes vegna gruns um að þeir hefðu orðið fyrir reykeitrun við slökkvistarf. Þetta var gert í öryggisskyni en mönnunum heilsast vel. Milli kl. tíu og hálfellefu var Slökkvilið Reykhólahrepps kallað út vegna mikils elds í bílskúr við Hellisbraut. Greiðlega gekk að slökkva en jeppi af gerðinni Nissan Terrano II eyðilagðist sem og ýmis verkfæri sem þarna voru og líka hurðir og gluggar á bílskúrnum sem er steinsteyptur.
Eiríkur og Kolfinna, fimmtudagur 31 oktber kl: 22:35
Við viljum þakka slökkviliðinu og öllum þeim sem komu að slökkvistarfinu fyrir hjálpina, þetta fór betur en á horfðist.