29. desember 2009 |
Jólaball Lions í Búðardal
Jólaball Lionsklúbbs Búðardals verður haldið í Dalabúð í kvöld, þriðjudag 29. desember, og hefst kl. 17. Þeir sem eiga afgang af jólabakkelsinu mega alveg koma með það og setja í púkkið, en boðið verður upp á heitt súkkulaði. Reykhóladeild Lions er hluti af Lionsklúbbi Búðardals.