Tenglar

26. desember 2015 |

Jólaballið árvissa á Reykhólum

Ennþá liggur ekki fyrir hvort þessir koma ellegar einhverjir af bræðrum þeirra. Ljósmynd: Wikipedia.
Ennþá liggur ekki fyrir hvort þessir koma ellegar einhverjir af bræðrum þeirra. Ljósmynd: Wikipedia.

Jólaball Kvenfélagsins Kötlu verður með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu á Reykhólum á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14. Allir eru velkomnir, ungir og gamlir og allt þar á milli, og gaman þætti kvenfélagskonum að sjá sem flesta. Aðgangur er ókeypis eins og verið hefur. Dansað verður kringum jólatréð við undirleik Steinunnar Ó. Rasmus og Lovísa Ósk Jónsdóttir syngur. Jólasveinar koma í heimsókn og verða með eitthvað í pokunum, kannski mandarínur ofan úr Vaðalfjöllum og fleira.

 

Í boði kvenfélagsins verður á borðum kaffi ásamt ríkulegu meðlæti, svo sem tertum af ólíku tagi, skúffukökum, brauðréttum og smákökum, kexi og ostum. Allt heimabakað og heimagert nema kexið og ostarnir.

 

Sjá einnig hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31