16. desember 2014 |
Jólabragur kominn á Reykhólaþorp
Undanfarið hafa jólaljós og aðrar jólaskreytingar breiðst út um þorpið á Reykhólum líkt og annars staðar. Þar á meðal eru jólatrén árvissu sem starfsmenn Reykhólahrepps setja upp á „Markúsartorginu“ á mótum Maríutraðar og Hellisbrautar og við Dvalarheimilið Barmahlíð.
Næturmyndin sérkennilega sem hér fylgir er tekin rétt við verslunina Hólakaup þar sem ekið er inn í bæinn.
Björk, mivikudagur 17 desember kl: 16:05
Falleg mynd, svo er alltaf gaman að sjá ljósin í kirkjugarðinum.