Tenglar

21. desember 2014 |

Jóladagatalið: Einn þáttur á netið á dag frá Hólmavík

Jóladagatalið á sviði á sínum tíma. Skjáskot af YouTube.
Jóladagatalið á sviði á sínum tíma. Skjáskot af YouTube.

Núna á aðventunni kemur á netið í leiklesinni útgáfu einn þáttur á dag úr Jóladagatalinu, leikriti sem félagar í Leikfélagi Hólmavíkur flytja. Þættirnir eru þrettán rétt eins og jólasveinarnir og birtist sá síðasti á aðfangadag eins og hann Kertasníkir. Leikritið sömdu fimm manns í leikfélaginu árið 1989 eða fyrir aldarfjórðungi. Það hefur tvisvar verið sýnt á Hólmavík, 1989 og 2000, og líka hafa leikfélög og skólahópar annars staðar á landinu tekið það til sýningar.

 

Hver hluti tekur nokkrar mínútur í flutningi. Hér má finna slóðir á hvern þeirra fyrir sig. Eins og áður segir bætist þar við einn á degi hverjum fram á aðfangadag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31