Tenglar

23. desember 2009 |

Jólagetraun Vestfirska forlagsins

Vestfirska forlagið efnir til jólagetraunar sem felst í því að svara tíu spurningum. Dregið verður úr réttum svörum og fá hinir heppnu fimm þúsund krónur í sinn hlut. Skilafrestur er til áramóta. Hægt er að senda svörin hvort heldur er í bréfpósti eða í netpósti og eru til þess ýmsar leiðir. Í fyrsta lagi er hægt að nálgast frumgerð getraunarinnar hér á pdf-formi og prenta hana út. Í öðru lagi er hægt að afrita spurningarnar hérna fyrir neðan og prenta þær út og senda með svörum í bréfpósti. Í þriðja lagi er hægt að afrita spurningarnar hérna fyrir neðan annað hvort inn í ritvinnsluskjal eða beint inn í póstforrit og skrifa svörin í tölvunni og senda síðan í netpósti. Minnt skal á, að Bókatíðindi 2009 sem ættu að vera til á flestum heimilum geta verið gagnleg þegar leitað er að svörum.

 

Ef svörin eru send í bréfpósti er áritunin þessi:

          Vestfirska forlagið

          Brekku

          471 Þingeyri

 

Ef svörin eru send í netpósti er netfangið jons@snerpa.is

 

______________________________________________________________________________

 

Jólagetraun Vestfirska forlagsins

  - hvað veist þú um nýju bækurnar að vestan?

 

1. Árni Jónsson rak um áratugaskeið eitt stærsta og farsælasta fyrirtæki á Íslandi, Ásgeirsverslun á Ísafirði. Þegar hann féll frá 1919 var sagt frá því í örfáum línum í Morgunblaðinu en hvergi annars staðar. Í hvaða nýrri bók að vestan er sagt ítarlega frá þessum áhrifamikla manni?

 

Svar:

 

2. Hvaða prestur er aðalsöguhetjan í vestfirsku þjóðsögunum og hvar býr hann?

 

Svar:

 

3. Hvað heitir bókin hans Gunnlaugs Júlíussonar ofurhlaupara og hver fær 300 krónur af hverju seldu eintaki?

 

Svar:

 

4. Hemmi Gunn tók saman Þjóðsögur og gamanmál að vestan, úrval af vestfirskri fyndni. Úr hvaða firði fyrir vestan er Hemmi Gunn ættaður?

 

Svar:

 

5. Ein af nýju bókunum að vestan er eftir Ólaf Helga Kjartansson sýslumann á Selfossi. Það er fyrsta bókin hans. Hvað heitir hún?

 

Svar:

 

6. Í bókinni Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða er segir frá þeim möguleikum sem Vestfirðir hafa að bjóða, bara ef menn vilja nota þá. Hver var aðalhvatamaðurrinn að því að sú bók var gefin út?

 

Svar:

 

7. Um hvað er fjallað í litlu bókinni Humorous tales sem Haukur Ingason þýddi á ensku?

 

Svar:

 

8. Ljóðabálkurinn Kvöldheimar (Aftonland) er eftir sænska Nóbelsskáldið Pär Lagerkvist. Hvaða Vestfirðingur þýddi bókina?

 

Svar:

 

9. Hvaða vestfirska rithöfund telur Oddur Björnsson leikritaskáld fyndnasta höfund landsins?

 

Svar:

 

10. „......................... er skemmtileg bók aflestrar og afar fróðleg því að hún veitir bæði upplýsingar um daglegt líf og aðstæður stéttar sem lítið hefur verið fjallað um og geymir upplýsingar sem hafa ekki verið ritaðar í kirkjusögu okkar“. (kirkjan.is). Hvaða bók er hér verið að lýsa?

 

Svar:

 

 

Nafn sendanda:

 

Heimili og sími:

 

Póstnúmer og staður:

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30