Tenglar

5. desember 2012 |

Jólagleði og kaffihússkvöld Skruggu

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi efnir til kaffihússkvölds og jólagleði annað kvöld, fimmtudagskvöldið 6. desember, í borðsal Reykhólaskóla. Á dagskránni verða söngur, jólasaga og margt fleira. Búast má við jólasveini í heimsókn. Eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna. Gamanið hefst kl. 19. Á borðum verða kaffi, kakó og smákökur.

 

Aðgangseyrir verður 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir 7-16 ára en ekkert kostar inn fyrir 6 ára og yngri.

 

Liðsfólk Skruggu vonast til að sjá sem allra flesta á skemmtuninni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31