Tenglar

20. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Jólahlaðborð hjá Freyju í Leifsbúð

Leifsbúð í Búðardal.
Leifsbúð í Búðardal.
1 af 3

Jólahlaðborð verður í menningarsetrinu Leifsbúð í Búðardal núna á laugardag, 23. nóvember. Að venju verður í boði margvísleg villibráð auk annarra hefðbundinna kræsinga. „Hér í Leifsbúð er mjög hlýlegt umhverfi og húsið dásamlega notalegt eins og Reykhólasveitungar sem komið hafa til mín síðustu árin þekkja“, segir Freyja Ólafsdóttir, matreiðslumeistari og kennari, sem annast rekstur Leifsbúðar. Líka býst hún við því að margir í héraðinu muni eftir henni frá því að hún kom fyrst til starfa í Bjarkalundi árið 2001.

 

Þess má geta hér, að samkvæmt upplýsingum frá Bjarkalundi verður ekkert jólahlaðborð þar þetta árið.

 

Borðapantanir á jólahlaðborðið hennar Freyju eru í síma 869 6463 eftir kl. 16 eða í síma 434 1441 alla daga kl. 11-15. Einnig má panta í netfanginu leifsbud@dalir.is. Verðinu er stillt í hóf - kr. 7.200 á mann og afsláttur til stærri hópa. Borðhaldið hefst kl. 19.30.

 

Dúettinn Easy spilar undir borðhaldi og fram á nótt, en hann skipa reynsluboltarnir Elvar Bragason og Anna Sofía Gærdbo. „Við spilum gömlu góðu lögin sem allir vilja heyra, fiftís, sixtís, seventís og eightís, íslenskt og erlent í bland, og viljum skemmta þér og þínum. EASY stendur fyrir Elvar, Anna Sofía og You.“

 

Leifsbúð í Búðardal - hitt og þetta um húsið meira en aldargamla og starfið þar

Dúettinn EASY

 

P.s.: Freyju Ólafsdóttur þekkja væntanlega flestir í héraðinu eða kannast við hana. Hitt má telja næsta víst að nánast allir hér um slóðir þekki sambýlinginn hennar, Reykhólasveitarmanninn ... já, hver er það?

 

P.p.s.: Enda þótt veður geti skipast á skammri stundu - núna á miðvikudagskvöldi er spáin fyrir laugardag alveg prýðileg: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Talsvert frost. – Varla getur betra akstursveður á þessum árstíma.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31