Tenglar

26. desember 2015 |

Jólahugleiðingar séra Matthíasar 1915

Matthías Jochumsson frá Skógum.
Matthías Jochumsson frá Skógum.

Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði var löngum leitandi í trúarefnum og fór nokkuð sínar eigin leiðir. Fyrir réttum hundrað árum ritaði hann hugleiðingar sem birtust í Akureyrarblaðinu Íslendingi á aðfangadag 1915 undir fyrirsögninni Husein Ali, Messías Persa. Vefnum hefur borist grein um þessar hugleiðingar séra Matthíasar sem Bridget Ýr McEvoy og Böðvar Jónsson skrifa undir fyrirsögninni Jólahugvekja Matthíasar Jochumssonar. Böðvar hefur um árabil verið einn af umsjónarmönnum Skóga og ötull skógræktar- og landgræðslumaður þar.

 

Rithöfundurinn og alþýðufræðimaðurinn Jochum Eggertsson (Skuggi), bróðursonur séra Matthíasar, átti Skóga í Þorskafirði á síðari æviárum sínum. Hann dvaldist þar meira og minna á sumrin, stundaði skógrækt og gerði tilraunir með ræktun ýmissa trjátegunda. Hann var ókvæntur og barnlaus og arfleiddi Bahá’í-samfélagið á Íslandi að jörðinni eftir sinn dag. Jochum andaðist nær sjötugur árið 1966.

 

Í lok greinar sinnar segja Bridget og Böðvar:

  • Það er áhugavert og reyndar umhugsunarvert að þær kenningar sem séra Matthías valdi að kynna fyrir hundrað árum eiga ekki síður við í dag. Heimurinn þjáist og er í meiri þörf en nokkru sinni fyrir nýja nálgun. Kannski var Matthías að koma fram með eitthvað sem við eigum enn ólært.

 

Greinina má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Sjá einnig:

 

11.07.2014  Göngustígar og býflugnabú í Hnausaskógi

 

16.02.2014  Skógar í Þorskafirði árið 1968

 

15.02.2014  Hver á eða veit um myndir af Skugga?

 

16.12.2013  Myndir frá skógarhöggsdeginum mikla

 

19.04.2012  Hvorki Ísland né Reykhólahreppur undanskilin

 

25.11.2011  Setta í Skógum fór suður en fékk ekki gleraugu

 

26.08.2010  Óskar eftir ónýtum heyrúllum til uppgræðslu

 

30.07.2010  Séra Matthíasar minnst með málþingi

 

25.10.2009  Til nágranna og sveitunga í Reykhólahreppi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31