10. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is
Jólakort bíða þess að komast til skila
Beðið var um að því yrði komið hér á framfæri, að í jólakortakassa í anddyri Barmahlíðar á Reykhólum er töluvert af kortum sem hafa ekki komist til skila. Mest er þar af kortum til fólks í sveitunum í kring en líka nokkuð af jólakveðjum til fólks í þorpinu á Reykhólum.
Vonast er til þess að fólk komi við og líti í kassann þegar ferð fellur. Ekki væri þá verra að taka jólakort til granna sinna ef svo bæri undir.