Tenglar

24. desember 2009 |

Jólakveðja frá Reykhólahreppi

Vaðalfjöll í Reykhólasveit milli Berufjarðar og Þorskafjarðar, upp af Bjarkalundi annars vegar og Skógum í Þorskafirði hins vegar, eru eitthvert sérkennilegasta kennileiti héraðsins. Þetta eru í rauninni tveir samvaxnir gígtappar sem eftir standa þegar veikari jarðlög hafa veðrast utan af þeim. Þó að tilsýndar megi ef til vill virðast undarlegt er auðvelt að ganga þarna upp og njóta útsýnisins sem er óviðjafnanlegt. Hæðin er 509 metrar yfir sjávarmáli. Myndina tók Óskar Steingrímsson í hallri birtu skammdegissólar en máninn bíður þess álengdar að leysa hana af hólmi.

 

Smellið á kortið til að stækka það.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31