Tenglar

17. nóvember 2016 | Umsjón

Jólamarkaðurinn í Króksfjarðarnesi

Hinn árlegi jólamarkaður í Króksfjarðarnesi verður eins og venjulega fyrstu helgina í aðventu, sem að þessu sinni er dagana 26. og 27. nóvember. Opið verður báða dagana kl 13-17. Til sölu verður ýmiss konar fallega unnið handverk, bækur, jólakort, jólapappír og fleira og fleira. Kaffi og meðlæti verður einnig til sölu.

 

Félagasamtök sem þegar hafa staðfest þátttöku eru Handverksfélagið Assa, Lionsdeildin á Reykhólum, Björgunarsveitin Heimamenn, Krabbameinsfélag Breiðfirðinga og Kvenfélagið Katla. Þau félög, samtök eða einstaklingar sem vilja vera með mega endilega hafa samband í netfangið assahandverk@gmail.com eða síma 434 7799.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30