Tenglar

27. nóvember 2015 |

Jólamarkaðurinn í Nesi: Hvað er á boðstólum?

Ein myndanna í dagatali Kvenfélagsins Kötlu fyrir árið 2016 (nóvember).
Ein myndanna í dagatali Kvenfélagsins Kötlu fyrir árið 2016 (nóvember).

Sjö seljendur eru með varning af ýmsu tagi á Jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi núna um helgina. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru hvað er í boði hjá hverjum og einum. Að venju verður Kvenfélagið Katla með kaffisölu, en að þessu sinni verður hún með veglegasta móti: Kakó, kaffi og djús ásamt heitum rjómavöfflum, brauðbollur og ritzkex með ostum og salati, smákökur og jólakökur. Afraksturinn af veitingasölunni rennur til kaupa Björgunarsveitarinnar Heimamanna á björgunarbát (sjá hér upplýsingar og myndir). Markaðurinn er opinn klukkan 13-17 bæði laugardag og sunnudag.

  • Handverksfélagið Assa verður með hefðbundið handverk félagsmanna, svo sem peysur, sokka, vettlinga, húfur, dúka, jólasveina, engla, kerti, límfilmur og fleira.
  • Félagsmiðstöðin Skrefið í Reykhólaskóla verður með klósettpappír, heimabakaðar smákökur, heimatilbúinn brjóstsykur, lakkrís, plástrabox og sjúkratöskur. Verið er að safna fyrir fræðslu- og skemmtiferð til Danmerkur á næsta ári.
  • Krabbameinsfélag Breiðfirðinga verður með jólakort, jólastyttur, spil, drykkjarbrúsa og endurskinsmerki Krabbameinsfélagsins til styrktar starfi félagsins.
  • Lionsdeildin á Reykhólum verður með jólapappír, jólakort, merkimiða, útikerti og bækur. Afraksturinn rennur að venju til góðra samfélagsmála.
  • Samtökin Tears Children and Youth Aid verða með handverk afrískra kvenna. Hrefna Karlsdóttir á Kambi er fulltrúi samtakanna á jólamarkaðinum: „Ég verð með handunnar skálar úr steini, lyklakippur og hálsmen úr leir og beini. Tears Children and Youth Aid eru grasrótarsamtök í þorpinu Got Agulu í Kenýa, sem hafa það að markmiði að valdefla konur og stuðla að menntun barna sem hafa misst annað eða báða foreldra og koma frá fátækum heimilum. Það er nú þegar búið að byggja leikskóla og grunnskóla sem var opnaður í haust. Núna erum við að safna fyrir stólum og borðum.“
  • Björgunarsveitin Heimamenn verður með greni, hýasintur og cýprus.
  • Kvenfélagið Katla verður auk veitingasölunnar sem áður er getið með dagatölin sín með fallegum myndum úr Reykhólahreppi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31